top of page

ALFA skrub

Skin care kaffiskrúbbur með magnesíum

unnamed.png
Home: Welcome

Varan

Magnesíum Kaffiskrúbbur

3200 ISK

Alfa skrub kaffiskrúbburinn er gerður úr endurnýttum kaffikorg, lífrænni kókosolíu, hrásykri, möndluolíu og magnesíum. Varan er borin á húðina í sturtu og nuddað um líkamann, grófi hrásykurinn hreinsar frá dauðar húðfrumur á meðan kókosolían og möndluolían mýkir og nærir húðina. Kaffið vinnur að því að minnka Cellulite (appelsínuhúð) með því að víkka æðar undir húðinni og bætir blóðflæði. Magnesíumið fer inn í húðina og hefur góð áhrif á þurra húð, væg einkenni exems og væg útbrot í húðinni. Einnig er það gott fyrir marbletti og slitför. Magnesíum er virkilega gott fyrir þá sem stunda mikla hreyfindu þar sem það losar um spennu og stífleika í vöðvum og hjálpar þeim að byggja sig upp aftur. Hver poki inniheldur 200g. Varan er unnin í samráði við snyrtifræðimeistara.

unnamed-3.jpg
Home: Our Products

​Áhrif hráefna á húðina

kaffi.jpg

Kaffi korgur

Rannsóknir hafa sýnt fram á að kaffi hafi góð áhrif á húðina meðal annars með því að minnka húðvandamál eins og cellulite (appelsínu húð). Það sem kaffið gerir er að víkka æðar undir húðinni og bætir blóðflæðið í heild. Kaffið hefur einnig róandi áhrif á húðina og dregur úr sólblettum, roða og fínum línum á húðinni.

Coconut-Oil-.jpg

Kókosolía

Kókosolía er ótrúlega gott rakakrem fyrir líkamann þar sem hún vökvar, nærir og verndar húðina. Olían er þekkt fyrir andoxunar eiginleika og sem slík hefur hún verið notuð til að meðhöndla ýmis húðkvilli eins og exem, húðbólgu og psoriasis. Kókosolía hjálpar við að endurheimta náttúrulega PH stig húðarinnar og með því skilur húðina eftir silkimjúka og slétta.

Light-Brown-Sugar.jpg

Hrásykur

Hrásykurinn skrúbbar húðina og tekur þannig í burtu dauðar húðfrumur. Sykurinn ertir einnig húðina aðeins sem kemur af stað meira blóðflæði í húðinni og fær húðina til að endurnýja sig hraðar.

möndlu_olia.jpg

Möndluolía

Möndluolía er rík af vítamínum eins og E, A og D og er einnig há í oleic og linoleic sýrum. Þessi olía er afar létt og er einnig fullkomin á húð þar sem hún róar niður erta húð og gerir útlit húðarinnar unglegri. Olían hefur einnig áhrif á húð sem er ofnæmisgjörn eða gjörn á bólgu.

magnesium.jpg

Magnesíum

Ávinningur magnesíums fyrir húðina er jafn mikill og ávinningurinn fyrir heilsuna. Magnesíum hjálpar til við að bæta útlit húðarinnar, draga úr bólum og öðrum húðsjúkdómum með því að lækka kortisólmagn, koma á stöðugu hormónajafnvægi og bæta frumuferla. Svo ef skýr og jafn húðlitur er það sem þú ert að leita eftir, er magnesíum á húðina fyrir þig. Magnesíum er róandi lyf fyrir fólk með viðkvæma húð, roða eða rósroða. Magnesíum dregur úr spennu og stífleika í vöðvum og henntar því mjög vel fyrir fólk sem stundar hreyfingu mikið. Magnesíum dregur einnig úr þreytu og bætir svefngæði.

Home: Brands

Um fyrirtækið

Við erum fjögur ungmenni að vinna frumkvöðlaverkefni í Menntaskólanum við Sund. Í þessu verkefni lærðum við hvernig það er að stofna fyrirtæki í alvörunni og að setja vöru út á markaðinn. Við höfum fengið undirbúning fyrir þetta verkefni síðan við byrjuðum í hagfræðinámi í MS og erum nú loksins komin með fyritæki á fót og vöru sem við erum tilbúin að setja út á markaðinn.

IMG-3466.jpg
Home: About Us

Hafa samband

Pantanir fara fram í gegnum síma eða email hér að neðan.

Heimsending

8978277

unnamed-4_edited.jpg
Home: Contact

8978277

  • instagram
  • facebook

©2020 by ALFA skrub. Proudly created with Wix.com

bottom of page